Mosfellsbær að kveldi 28. mars 2007

Ofbeldi birtist í ólíkum myndum, á ólíku sviði og er beitt af ólíklegasta fólki. Einelti er ein birtingarmyndin, yfirgangur önnur og hópþrýstingur þá sú þriðja. Myndirnar eru fleiri en þessar en í kvöld herjaði þessi þrenning á lítinn hóp fólks sem varla gat varist árás og annan hóp fólks sem ekki var undir það búinn. Málstaðurinn var e.t.v. góður og gildur en vettvangurinn ekki. Það var líkt og á staðnum væru sjónvarpsmyndavélar (sem ekki voru) og að þetta eina kvöld ætti að láta kné fylgja kviði og gera málstaðinn öllum kunnugan og það sem meira er að láta einhvern blæða fyrir öll vonbrigðin.

Hvernig er hægt að aðhyllast góðan málstað, tala af skynsemi en beina sjónum sínum í kolranga átt? Er það ekki eins og að slá til næsta manns þegar okkur finnst eitthvað pirra okkur? Eða sparka í liggjandi mann vegna þess að sá sem við teljum að eigi það skilið er hvergi nærri? Á ég enn einu sinni að finna til með fólki sem þessu og segja sem svo að tilfinningarnar hafi borið það ofurliði, að þegar öllu sé á botninn hvolft þá eigi ekki að dæma fólk sem hleypur á sig? Freistandi, þar sem ég tel mig framúr öllu góðu hófi umburðarlyndan og réttsýnan mann, en ekki í þetta skiptið!

Þegar fólk sér ekki lengra en fram á hlaðið, kannski niður á veg, þá er erfitt að skilja gremju þess. Þ.e. sérhagsmunir og heildarmynd skjóta upp kollinum. Hvað sem öðru líður þá gerum við kröfur til þess að fólk fylgi ákveðnum rökum og reglum ef það vill láta taka sig alvarlega og fá fleira fólk á sitt band, -er málstaðurinn góður (réttur?) ef nógu margir aðhyllast hann eða af því að þeir gera það af ástæðum sem standast rök? Kannski er ég að bregðast við á röngum forsendum, á röngum tíma. E.t.v. á ég að sitja á mér og skrifa á morgun þegar mér er runnin reiðin...hneykslunin? Ég gat ekki orða bundist í kvöld en sagði samt ekki neitt...stenst ekki rök en lýsir tilfinningum. Þeir sem ég gagnrýni skilja mig ekki en hinir sem voru þarna í kvöld vita kannski hvert ég er að fara. Ég leyfi þeim fáu að meta það.

Mér er a.m.k. ögn létt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þannig að fundurinn varð sögulegur?

Fjóla Sig. BLÁMA

Fjóla Sig (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband