Spurn?

Er ég þessi Jón? Mér skilst að bloggurum hér á blog.is hafi fjölgað skuggalega undanfarið; að nú sé bloggað um allt af öllum. Það var eitthvernstaðar sem ég las að til væru síur sem losuðu okkur undan því að sóa tíma okkar á óáhugaverðum bloggsíðum. Tími kominn til segi ég, en að sama skapi þá hlýtur lesendum mínum að fækka töluvert...

Ég skil ekki almennilega af hverju fólk bloggar, hvað þá síður af hverju ég blogga. Er ég að reyna búa til einhvernskonar alter-ego? Eða er ég að reyna fegra þann mann sem ég hef að geyma, reyna virka gáfaðari en ég er? (mér finnst ég reyndar alveg nógu gáfaður, innskt. ritstj.) Er það hégóminn einn? Er ég að reyna sjálfan mig? Finnst mér ég hafa frá einhverju að segja? Hafa ekki allir frá einhverju að segja? Hefur einhver áhuga á öllu sem einhverjir hafa frá að segja? Hvað eru þeir að segja; eru þeir að ljóstra einhverju upp um sjálfa sig, um aðra eða eru þeir að tjá sig um allt sem einhverjir hafa frá að segja? Skiljum við yfirhöfuð hvað við skrifum? Man einhver af hverju hann skrifaði eitt frekar en annað? Heldur sá hinn sami að einhver annar muni eftir því seinna meir? Kannski og kannski, en er það þá ekki eins og eftirminnileg blaðagrein? Er blogg dagblað? Fær einhver greitt fyrir bloggið sitt? Eða er þetta svona frídagblað, fríblogg? Þurfum við ekki frí frá þessu.

...sonur minn vill a.m.k. að ég taki mér frí frá skriftum og komi að leika, hann skilur ekki hvernig pabbi hans geti eytt tíma sínum fyrir framan tölvu á laugardagsmorgni frekar en að verja tímanum með honum. Ég er að koma...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband