Strákarnir okkar.

Stóð sjálfan mig að því að brosa að öllu sem strákarnir okkar, Jón Ásgeir og Björgúlfur Thor sögðu í Kastljósinu í kvöld. Þeir voru bara eitthvað svo frábærir, fullkomnir. Þeir gera allt svo auðvelt. Ég get ekki séð að ég þurfi annað en dirfsku og strásalt af skynsemi til þess að ná jafnlangt, og skynseminni er örugglega gert of hátt undir höfði í sambandinu. Þetta ER ekkert mál!

Ó hvað þeir eru alþýðlegir! Þeir tala til okkar á mannamáli út af því að þeir eru ALVEG eins og við! Voru í sama skóla og við og gera jafn lítið úr menntun og við gerum því AUÐVITAÐ þarftu ekki að mennta þig til þess að ná jafn langt, þú hefur aðra til þess. Það þarf aðeins að ráða menntað fólk í kringum þig og boltinn fer að rúlla, eins og Jón benti réttilega á. Ég öfunda þá ekki af ofangreindum ástæðum, ég get þetta alveg eins og þeir, þarf bara að láta vaða. Þeir eru strákarnir okkar því þeir valda okkur ekki vonbrigðum.

Einnig fannst mér eftirtektavert að sjá að fyrir það fyrsta þá var Jón Ásgeir ekki einn í viðtali heldur með Magnúsi Scheving, og svo hitt að þegar viðtali Björgúlfs lauk þá stóð hann upp "med det samme" og hélt á vit ævintýranna. Þannig sáum við e.t.v. hvað skilur þá tvo að,  -af hverju Björgúlfur þénar 100 miljörðum meira en Jón. Það þýðir lítið að slaka á eða slá af, alltaf að vera á tánum! Alveg eins og strákarnir okkar.

Lærdómurinn er þá e.t.v. sá að við getum öll orðið moldrík og fullkomin ef við aðeins leggjum okkur fram. En það er ekki nóg að vilja, það þarf að gera. Það þarf að vilja meira en hinn! Og það er það sem skilur Björgúlf frá Jóni, - Björgúlfur stóð upp, Jón sat.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband